Yoga núvitund grunnur hefst 6. feb. TILBOÐ 2 FYRIR 1

Yoga núvitund grunnur hefst 6. feb. TILBOÐ 2 FYRIR 1

Nærandi námskeið sem sameinar hugleiðslu og hreyfingu og gefur góðan grunn fyrir skapandi og persónulega iðkun.
 
YOGA NÚVITUND GRUNNUR HEFST 6. FEBRÚAR 4 VIKUR
KENNT mánudaga og miðvikudaga kl. 19.00 – 20.30
KENNARI Nicole Keller
TILBOÐ 2 FYRIR 1 – 11.450 á mann ef 2 mæta saman (fullt verð 22.900)
– innifalið:
– frítt í núvitund hugleiðslu á þriðjudögum kl. 20.30
– opið kort í Yogavin á meðan á námskeiðinu stendur
– 10 % afsláttur af opnu korti að námskeiði loknu
 
Kenndar asana grunnstöður í yoga og hvatt til skapandi hreyfingar þar sem hver og einn finnur sinn takt. Lögð áhersla á að kanna hreyfimöguleika líkamans, njóta þess að styrkja og liðka líkamann og efla meðvitund um skynjun. Hver yogastaða gefur kost á innra ferðalagi um skynsvið líkamans. Kennt vinyasa meðvituð hreyfing frá einni stöðu í aðra og vinyasa grunnseria sem auðvelt er að að iðka heima.
 
Kenndar eru öndunaræfingar sem róa taugakerfið, skapa jafnvægi, auka orkuflæði og gefa hugarró. Þegar við erum í jafnvægi er auðveldara að njóta augnabliksins hér og nú.
 
Hugleiðsla og hreyfing sameinuð með fjórar stoðir núvitundar að leiðarljósi. Með grunntækni yoga og núvitundar er skynjun mætt í meðvitund án þess að dæma og við það opnast fyrir aukið frelsi og dýpri sátt.
 

 

Nicole Keller er yogakennari og jarðefnafræðingur með ástríðu fyrir eldfjöllum og öllum undrum náttúrunnar. Hún lærði og vann sem visindamaður í ýmsum háskólum erlendis í tæpa 2 áratugi og hefur starfað á sviði loftlagsmála hjá Umhverfisstofnun frá 2016. Hún hefur stundað yoga síðan 2005 og lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin vorið 2022. Hún hefur stundað vipassana hugleiðslu frá 2018 og mun hefja hugleiðslukennaranám hjá Jack Kornfield og Tara Brach í febrúar 2023. Hún hefur setið kyrrðarvökur hér heima á vegum Félags um vipassana hugleiðslu og í Gaia House í Englandi. Í yogaiðkun sinni leggur hún áherslu á tengsl á milli líkamans, sálarinnar og umheimsins og skapar öruggt og traust rými fyrir iðkendur til að rannsaka og dýpka þessi tengsl.

 
 
 
 
 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This