FRÍIR PRUFUTÍMAR 5. – 9. sept

FRÍIR PRUFUTÍMAR 5. – 9. sept

Haustönn hefst 5. september og við bjóðum uppá fría prufutíma 5. – 9. september. Við endurvekjum hádegistímana og bjóðum uppá fullt af skapandi yogatímum í vetur með dásamlegum kennurum sem elska að kenna yoga og hlúa að lífinu á skapandi hátt. Fyrir árrisula morgunyoga bjóðum við uppá Nada yogaflæði með Ástu og fyrir þá sem vilja byrja miðmorguns er Rólegt yoga 60+ með Agnesi á sínum stað. Hugarró í hádeginu með Ástu er gefandi iðkun 50 mínútna tímar með pranayama, hatha yoga og yoga nidra tónheilun, tilvalið að hlúa að sér í hádeginu. Síðdegistímarnir eru orkuríkir og flæðandi, djúpt vinyasa með Ástu og Óla, Baron Babtiste með Hrafnhildi (hefst um miðjan október) og við bjóðum hjartanlega velkomna nýja kennara Svava Björk Hjaltalín, Nicole og Inga Birna mæta til leiks í vinyasa og fyrir þá sem vilja kyrrð og ró er yin yoga 16.20 dásamlegur kostur með Ástu, Nönnu og Sólrúnu. Í lok vikunnar njótum við yoga nidra síðdegis og  laugardagardagsmorgnar eru helgaðir yoga og núvitund hugleiðslu. Auk þess eru fjölmörg námskeið og viðburðir í boði hugleiðsla, dans, grunnnámskeið, yoga fyrir goflara, Taichi, Kirtan, Kyrrðarvaka ofl. Tökum fagnandi á móti ykkur í Yogavin og leikum okkur að því að lyfta andanum og skapa fallega samveru og umbreytingu í vetur.

HAUSTÖNN 5. SEPT. – 22. DES.

 

SKRÁNING smelltu hér

STUNDASKRÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This