Magiskur miðjustyrkur með Óla hefst 15. mars TILBOÐ

Magiskur miðjustyrkur með Óla hefst 15. mars TILBOÐ

Ertu orkulaus ? Langar þig að skapa jafnvægi ? Langar þig að kjarna þig og uppgötva innri styrk ?

Á þessu námskeiði er fléttað saman yogaflæði, öndunaræfingum og hugleiðslu sem skapa jafnvægi og leiða iðkandann inní miðjustyrk líkamlega og andlega.

Hinn líkamlegi miðjustyrkur er vakinn upp með yogaflæði og öndun og lögð áhersla á meðvitaða hreyfingu sem hefur djúp áhrif á orkusvið líkamans og safnar orkunni saman í hara.

Hugurinn fær griðarstað í meðvitaðri öndun sem leiðir athyglina inná við að kyrrðinni hið innra.

Hinn magíski miðjustyrkur er hæfileiki okkar til að hvíla í meðvitund og kyrrðinni hið innra. Í hvirfilbylnum er logn í miðjunni og á þessu námskeiði könnum við leiðangurinn inní miðjuna þar sem möguleikarnir eru margir og hæfileikar okkar blómstra.

Í lok tímans er djúpslökun, pranayama öndunaræfing og hugleiðsla.

MAGISKUR MIÐJUSTYRKUR
KENNT þrið og fimt kl. 17.30 (75 mín)
KENNARI Ólafur Guðmundsson
TILBOÐ 4 VIKUR 14.000 – innifalið opið kort í Yogavin

Ólafur Guðmundsson er leikari, leiklistarkennari og yogakennari að mennt. Hann er með MA gráðu í Applied Drama from Lundúnaháskóla og hefur síðan 2003 unnið sem leiklistarkennari í fullu starfi í grunnskólum, framhaldsskólum og verið með sjálfstæð námskeið. Hann lauk yogakennaranámi frá Yogavin í mars 2020 og hefur kennt yoga hjá Yogavin síðan. Ólafur fór á sitt fyrsta yoganámskeið hjá Kripalu yoga center árið 1993 og hefur stundað yoga með hléum síðan. Hann hefur einnig stundað Taiji reglulega síðan 1999 og hefur sótt fjölda námskeiða í taiji og núvitund í gegnum árin, einkum hjá Kinthissa og master Chen Xiaowang. Hann hefur einnig stundað hugleiðslu reglulega síðan 2010 og hefur sótt kyrrðarvökur hér á landi og á Holy Isle í Skotlandi. Ólafur leggur áherslu á jarðtengingu og núvitund í sinni iðkun og kennslu.

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This