Hress hryggjarsúla hefst 5. sept

Hress hryggjarsúla hefst 5. sept

Yogaflæði, núvitund, öndunaræfingar og slökun.
Á námskeiðinu vindum við ofan af spennu, bæði líkamlega og andlega. Með mildu og aðgengilegu yogaflæði aukum við hreyfanleika, frelsi og styrk í mjöðmum, mjóbaki, efra baki, öxlum og hálsi.
Áróra hefur frá unglingsaldri glímt við verki í baki og hefur í gegnum tíðina öðlast aukinn skilning á hvað getur valdið bakverkjum og hvernig gott er að beita sér í daglegu lífi og yoga iðkun. Hún vill deila þekkingunni og leggur áherslu á að hver og einn fái rými til að hlúa sem best að sínum líkama, auka líkamsvitund og öðlast þannig meiri möguleika á að hafa jákvæð áhrif á eigin heilsu og hamingju.

HRESS HRYGGJARSÚLA
5 vikur hefst 5. september
Þriðjudaga & fimmtudaga kl. 17:00 (75 mín)
Kennari Áróra Helgadóttir
Verð 25.500 – innifalið opið kort í Yogavin sjá stundaskrá

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og vönum yogum.

Skráðu þig hér

UMSAGNIR ÞÁTTTAKENDA

Mér fannst merkilegt að skoða hreyfingu og stöðu líkamans með heildrænum hætti, hvernig eitt leiðir af öðru og hvernig vefir, sinar og vöðvar tengjast bæði huga og tilfinningum. Það var áhugavert að uppgötva hvernig hægt er að vinda ofan af rangri líkamsstöðu og beita sér á nýjan og meðvitaðan hátt sem leiðir til betri líðunar. Slökunin í lokin var djúp og dásamleg.

– Steinunn

Það sem mér fannst sérstaklega gott við námskeiðið er að það hentar öllum. Algerum byrjendum og líka okkur sem höfum verið í yoga en erum kannski svolítið stöðnuð.

– Þórunn

Leið alltaf vel þegar ég labbaði úr þessum tímum hjá Áróru. Óhefðbundnir jógatíma þar sem maður fær tækifæri til að uppgötva eigin hreyfimynstur og kynnast anatomiu líkamans.

– Ilmur

Námskeiðið hress hryggsúla er mjög skemmtileg og frumleg leið til þess að kynnast hryggsúlunni sinni. Á námskeiðinu fæst áhugaverð tenging milli jóga og anatómíu líkamans í máli og myndum. Áróra fer varlega inn í allar jógastöður, það hentar vel þeim sem eru með bakverki.

– Lárus

Ég æfi hlaup sem gefur mér mikið. En ég finn að ég hef ríka tilhneigingu til að stífna upp í baki eftir lengri hlaup, bæði í brjóstbaki en þó aðallega í spjaldhrygg og mjóhrygg.  Ég hef reglulega farið í sjúkranudd vegna þessa og sá rekur þessa stífni og eymsli beint til hlaupanna.  Ég er líka öll frekar stíf og stirð og veit að líkami minn þarfnast þess að teygja og öðlast meiri sveigjanleika. Samt, sem er auðvitað týpískt, er ég frekar löt við að teygja sjálf. Ég hef lítið stundað jóga en námskeiðslýsingin vakti strax áhuga minn og ég ákvað að slá til. Í stuttu máli þá fann ég fljótt að þetta var það sem líkami minn þarfnaðist. Tímarnir hafa alveg bjargað mér og ég finn mikinn mun á bakinu. Þessi áhersla á hvernig líkaminn hreyfist og starfar sem ein dýnamísk heild hefur líka verið góð fræðsla. Það að skynja og skilja að ein hreyfing á einum stað getur kallað á aðra annars staðar gerir mann aðeins meðvitaðri um sinn eigin líkama. Sem er auðvitað mikilvægt þar sem hann á að þjóna manni ævina á enda.

– Vala

Námskeiðið var með skýr markmið fyrir heildina og fyrir hvern tíma; hafði rökrétta uppbyggingu frá fyrstu viku til þeirrar síðustu; var fræðandi um yogaheimspeki og uppbyggingu líkamans og jók líkamsvitund.
Áróra er með brennandi og smitandi áhuga á því undraverki sem líkaminn er; hún er einlæg og gefandi, vel undirbúin og traustvekjandi, glaðvær og afslöppuð og greinilega með mikla þekkingu á fræðunum. Ég mæli því heilshugar með námskeiði hjá henni.

– Matthildur

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This