Taiji líkamsvitund hefst 3. okt

Taiji líkamsvitund hefst 3. okt

Langar þig að hægja á, auka næmi og orkuflæði ? Langar þig að læra æfingakerfi sem þú getur iðkað hvar sem er ? Frábært tækifæri að hægja á, efla meðvitund og orkuflæði líkamans.

Á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði í Taiji og hvernig unnið er með líkamsvitund í gegnum Taiji iðkun. Kennt æfingakerfi Chen Taiji 19 skrefa form og Reeling silk æfingar sem Grand master Chen Xiaowang hefur þróað til að auðvelda nálgun fólks á Taiji hreyfingakerfinu. Kennd er núvitund í standandi stöðum og Taiji hreyfingum. Taiji er aldagömul kínversk hreyfilist sem byggir á hægum hreyfingum sem hjálpa iðkandanum að öðlast innri ró og eykur næmi og skynjun líkamans. Hún tengir saman orku náttúrunnar og orku líkamans a skapandi hátt sem eflir meðvitund og orkuflæði.

TAIJI LÍKAMSVITUND
4 VIKUR HEFST 3. OKT
KENNT mán og mið kl. 19.00 (80 mín)
KENNARI Ólafur Guðmundsson
VERÐ 25.900 – innifalið opið kort í Yogavin

Ólafur Guðmundsson er leikari, leiklistarkennari og yogakennari að mennt. Hann er með MA gráðu í Applied Drama from Lundúnaháskóla og hefur síðan 2003 unnið sem leiklistarkennari í fullu starfi í grunnskólum, framhaldsskólum og verið með sjálfstæð námskeið. Hann lauk yogakennaranámi frá Yogavin í mars 2020 og hefur kennt yoga hjá Yogavin síðan. Ólafur fór á sitt fyrsta yoganámskeið hjá Kripalu yoga center árið 1993 og hefur stundað yoga með hléum síðan. Hann hefur einnig stundað Taiji reglulega síðan 1999 og hefur sótt fjölda námskeiða í taiji og núvitund í gegnum árin, einkum hjá Kinthissa og master Chen Xiaowang. Hann hefur einnig stundað hugleiðslu reglulega síðan 2010 og hefur sótt kyrrðarvökur hér á landi og á Holy Isle í Skotlandi. Ólafur leggur áherslu á jarðtengingu og núvitund í sinni iðkun og kennslu. Í taiji kennir hann Chen taiji form og grunnæfingar sem byggja upp færni í taiji og næmi fyrir orkuflæði líkamans og líkamsvitund. Góð slökun í lok hvers tíma.

SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This