Nada yogaflæði – vediskar möntrur og vinyasa hefst 5. sept

Nada yogaflæði – vediskar möntrur og vinyasa hefst 5. sept

Langar þig að efla sjálfstraust ? Finna þinn takt og þína rödd í yoga ? Kanna möguleika hreyfingar og raddar til að losa um stirðleika og streitu og skapa jafnvægi og dýpri tengsl í lífnu ?

Markvisst og heillandi námskeið þar sem kenndar eru vediskar möntrur og vinyasa meðvituð hreyfing sem opna fyrir orkuflæði líkamans.

 

Á þessu námskeiði fléttar Ásta saman yoga raddarinnar og yoga líkamans á áhrifaríkan og skapandi hátt. Iðkun sem hækkar orkutíðnina, fínstillir taugakerfið og gefur djúpt traust og tenginu við lífið. Lögð er áhersla á djúpa og nærandi hlustun með rödd og hreyfingu, slökun og tónheilun.

Í tengslum við þetta námskeið verður haldin kyrrðarvaka 22.- 25.sept. Þatttakendur hafa forgang að skráningu á kyrrðarvökuna.

 

VEDISKAR MÖNTRUR OG VINYASA
Magískir morgnar með Ástu
KENNARI Ásta Arnardóttir
KENNT þrið og fimmt kl. 7.30 (75 mín)
SKRÁNING smelltu hér
VERÐ 5. sept – 22.des 48.000 *
* innifalið
– opið kort í alla tíma skv. stundaskrá

– frír prufutími fyrir 1 vin 1 x mánuði

 

Sankalpa – ásetningur. Í upphafi tímans er hlustun og viðtekning á ósk hjartans fyrir iðkunina.

Nada yoga – yoga raddarinnar. Nada þýðir hljóð og vísar á sama hátt og íslenska orðið í röddun og kyrrð. Í nada yogaflæði Ástu er rödd og hreyfing notuð til að hlusta á líkamann, efla meðvitund og njóta augnabliksins.

 

Mantra – orð sem heila. Sanskrit möntrur sem notaðar hafa verið í gegnum aldirnar til að kyrra hugann og fínstilla orkusviðið. Í morgunyoga eru kyrjaðar vediskar möntrur að vediskum hætti með það að markmiði að vekja upp skýrleika og friðsæld.

 

Vinyasa – yogaflæði. Meðvituð hreyfing frá einni asana í aðra, lögð áhersla á skapandi og nærandi hreyfingu þar sem hver og einn finnur sinn takt. Leiktu þér að því að losa um vöðvaspennu, stirðleika í vefjum, bólgur og streitu og efla flæði lífsorkunnar á skapandi og nærandi hátt.

 

Tónheilun – með kristalskálum og gong. Kristalskálar úr súper sjö kristal, gulli og selenite sem fínstilla orkusvið líkamans, hækka orkutíðnina og gefa djúpa slökun.

 

Ásta hefur kennt yoga síðan 1999, yogakennaranám frá 2010 og leitt kyrrðavökur á vegum Félags um vipassana hugleiðslu frá 2011. Ásta lærði klassíska kyrjun á vediskum möntrum hjá Russill Paul 2018 – 2019 og hefur alka tíð notið þess að kanna möguleika raddarinnar til heilunar, sköpunar og dýpri tengingar við lífið. Hún hefur þróað nada yogaflæði í Yogavin síðastliðin 5 ár þar sem hún fléttar saman yoga raddarinnar og yoga líkamans. Ásta hefur bakgrunn í leiklist og spuna, yfir 20 ára reynslu af yogakennslu og hefur iðkað yoga og hugleiðslu frá 1992.
Vertu með í magískum morgnum með Ástu.

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This