Yoga nidra 4 vikur hefst 9. nóv TILBOÐ

Yoga nidra 4 vikur hefst 9. nóv TILBOÐ

Yoga nidra er leidd djúpslökun sem hefur djúpstæð áhrif til heilunar, losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Iðkendur eru markvisst leiddir inn í bilið á milli svefns og vöku. Þar á sér stað endurheimt, áreynslulaus streitulosun og djúp slökun.
YOGA NIDRA 4 VIKUR HEFST 9. NÓV.
KENNT þrið og fimmt kl. 19.00 (45 mín)
KENNARI Hrafnhildur Sævarsdóttir
TILBOÐ 16.500 – innifalið yoga nidra á föst kl. 17.30 (45 mín)
SKRÁNING smelltu hér
Langar þig að losa um streitu og skapa vellíðan á kyrrlátan og mildan hátt ?
Margir hafa notið góðs af því að iðka yoga nidra og iðkunin er sérstaklega áhrifarík til að vinda ofan af streitu og spennu. Heilsufræði ýmiskonar benda okkur á að streita geti verið orsök margra sjúkdóma eða ójafnvægis t.d. meltingartruflana, hormonaójafnvægis, þunglyndis og kvíða.
Yoga nidra er aðgengileg og áhrifarík iðkun, þú liggur undir teppi, lætur fara vel um þig og nýtur leiðsagnar sem að virkjar slakandi hluta ósjálfráða taugakerfisins (parasympatiska) og leiðir inní djúpa kyrrð og hvíld. Talið er að 30 mínútur í yoga nidra geti verið á við 4 tíma svefn.
SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This