Kraftyoga fyrir stráka hefst 5. okt

Kraftyoga fyrir stráka hefst 5. okt

Geggjaðir tímar fyrir stráka yfir tvítugu sem þurfa smá mýkt í kroppinn. Frábært fyrir þá sem hafa áður verið á fullu í íþróttum en eru aðeins farnir að slaka á og vilja kanna áhrif yogaiðkunar á líkama og sál. Farið verður í Journey into power seríu Baron Babtiste sem hefur það að markmiði að virkja kraftinn sem við búum yfir, virkja meðvitaða öndun og efla jákvæða umbreytingu. Við byrjum hægt og rólega, förum vel í grunnstöður og öndun og aukum svo kraftinn þegar líða tekur á námskeiðið. Þú finnur fljótt andlegan og líkamlegan styrk og liðleika sem gefur skapandi möguleika í daglegu lífi. Þetta námskeið er fyrir alla stráka sem vilja hressandi og markvissa yogaiðkun.
STRÁKAYOGA 4 VIKUR HEFST 5. OKT.
KENNARI Hrafnhildur Sævarsdóttir
KENNT þrið og fimmt kl. 18.45 (60 mín)
VERÐ 22.500 – innifalið opið kort í Yogavin
SKRÁNING smelltu hér
HRAFNHILDUR SÆVARSDÓTTIR yogakennari og íþróttakennari lauk yogakennaranámi í Yogavin 2016, diplómanámi í jákvæðri sálfræði 2018 og yogakennaranámi með áherlsu á Journey into power seríu Baron Babtiste í janúar 2019. Hún hefur sótt fjölda námskeiða í yoga og hugrækt m.a. Ashtanga vinnustofa með Kino McGregor og Tim Feldman, kennaraþjálfun með Julie Martin Brahmaniyoga og vinysasa yogaflæði fyrir ungt fólk með Ryan Leier hjá Oneyoga. Hrafnhildur hefur kennt í Yogavin frá 2016

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This