Kraftyoga sumarorkan hefst 2. júní

Kraftyoga sumarorkan hefst 2. júní

 Stígum saman inn í styrkinn í byrjun sumars. Kraftjógaflæði Baron Babtiste, Journey Into Power, vekur og virkjar þig til að lifa til fulls frá einu augnabliki til þess næsta. Iðkunin mýkir, styrkir, bætir og kætir og eykur sköpunarorku þína og víðsýni sem gefur aukna lífsorku inní daglegt líf.
Kraftyogaflæði er hugleiðsla á hreyfingu sem eykur athygli og fókus. Áhersla á meðvitaða öndun, orkulása, einbeitingu, innri og ytri hita og flæði hreyfinga í takt við andardráttinn. Iðkun sem eflir þig á skapandi hátt og slær taktinn við aukna orku sumarsins.
Innifalið í námskeiðinu er opið kort sem gildir í fjölbreytta tíma í yogaveislu sumarsins, yoga og núvitund, yoga nidra, tónheilun, nada yoga og yin yoga
Einnig er í boði að kaupa SUMARTILBOÐ 3 MÁNUÐIR 24.500 þar sem þetta námskeið er innifalið
Njóttu þess að stíga inní sumarið í fullum styrk.
KRAFTYOGAFLÆÐI
4 VIKUR HEFST 2. JÚNÍ
Kennari Hrafnhildur Sævarsdóttir
Kennt mán og mið kl. 17.30 (75 mín)
VERÐ 13.500 – innifalið opið kort
TILBOÐ 24.500 – námskeiðið er innifalið í SUMARTILBOÐI 1. júní – 31. ágúst
Takmarkaður fjöldi þátttakenda miðast við 2M í salnum.
SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This