Stígðu inní styrkinn hefst 2. feb. TILBOÐ

Stígðu inní styrkinn hefst 2. feb. TILBOÐ

Þetta markvissa og skemmtilega námskeið er fyrir alla sem hafa áhuga.

Á þessu námskeiði er athygli beint að seríunni Journey into Power eftir Baron Babtiste með áherslu á tvo kafla seriunnar í hverri viku. Serían skiptist í 11 kafla sem hver og einn hefur það ákveðna markmið að vekja okkur og virkja til þess að lifa af heilindum og af fullri getu frá einu augnabliki til þess næsta.

Stígðu inn í styrkinn hefst 2. febrúar
Kennt þrið og fimmt 17.15 (60 mín)
Kennari Hrafnhildur Sævarsdóttir
TILBOÐ 13.500 – innifalið opið kort í Yogavin sjá stundaskrá

NÚVITUND – vika 1
Í fyrstu vikunni er áherslan á núvitund það að vera til staðar hér og nú, að vekja líkamsvitund og efla meðvitund um huga og líkama með meðvitaðri öndun.

LÍFSORKA OG JAFNAÐARGEÐ – vika 2
Í viku tvö er áherslan á að auka lífsorkuna og jafnaðargeð.

JARÐTENGING OG STYRKUR – vika 3
Í viku þrjú leggjum við aukna áherslu á jarðtenginu og að virkja styrkinn sem við búum yfir.

STÖÐGULEIKI OG TILFINNINGAR – vika 4
Í viku fjögur er áherslan á stöðguleika huga og líkama og að opna tilfinningageymslu líkamans með áherslu á mjaðmaopnanir.

Það er takmarkaður fjöldi iðkenda í Yogavin og gott að mæta með yogadínu, kubb og handklæði.

SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This