Stígðu inní styrkinn hefst 8. sept TILBOÐ

Stígðu inní styrkinn hefst 8. sept TILBOÐ

Á þessu námskeiði fer Hrafnhildur í kraftmikið og orkugefandi yogaflæði byggt á aðferðafræði Baron Baptiste með áherslu á að tengja saman öndun, huga og líkama. Farið verður í uppbyggingu “Journey into power” seríunar en megin tilgangur hennar er m.a að vekja og virkja iðkendur til að lifa af heilindum og af fullri getu frá einu augnabliki til þess næsta. Farið verður vel í grunnstöður flæðisins. Grunnur í yoga er æskilegur ekki nauðsynlegur en gott er að þekkja helstu grunnstöður í yoga. Salurinn er hitaður upp en ekki er um hot jóga að ræða.
Ert þú tilbúin að stíga út fyrir þægindarammann þinn og upplifa eitthvað alveg nýtt ?

STÍGÐU INNÍ STYRKINN
4 vikna námskeið hefst 8. september
KENNT þrið og fimmt kl. 17.15 (60 mín)
KENNARI Hrafnhildur Sævarsdóttir
TILBOÐ 13.500 – innifalið opið kort í Yogavin

Um Hrafnhildi

Hrafnhildur er yogakennari, yoga nidra kennari, yin yoga kennari, íþróttakennari, hefur lokið kennaraþjálfun í hugleiðslu og núvitund frá School of positive transformation og lauk diplómanámi í jákvæðri sálfræði í maí 2018. Hún hefur stundað yoga frá 1999 og tekið þátt í mörgum yogasmiðjum og hugræktarnámskeiðum. Hún lauk 240 tíma yogakennaranámi í Yogavin árið 2016 og byrjaði sama ár að kenna þar. Lauk 200 tíma yogakennaranámi með áherlsu á Journey into power seríu Baron Babtiste í byrjun janúar 2019. Til að dýpka iðkunina og sækja sér innblástur frá frábærum yogakennurum hefur hún farið á vinnustofur hjá Bjarneyju Hinriksdóttur, Dice Lida Klein, Kino McGregor, Les Leventhal, Lukas Rockwood, Maríu Dalberg, Julie Martin, Kristal Say, Ryan Leier og Tim Feldman.

SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This