Hugarró í hádeginu TILBOÐ 7. okt

Hugarró í hádeginu TILBOÐ 7. okt

Fjölbreyttir og skapandi yogatímar yoga fyrir bak, yoga núvitund, yoga nidra tónheilun og dansflæði. Markmið okkar í hádeginu er að stuðla að fjölbreyttri og skapandi hreyfingu sem eflir meðvitund, endurnýjar orkuna og gefur jafnvægi og vellíðun inní daginn.

TILBOÐ 4 VIKUR 11.500 

hefst 7. október 

alla virka daga kl. 12.00 (50 mín)

hugarrohadegi.jpg

Yoga fyrir bak; mán kl. 12.00 mildar og aðgengilegar æfingar sem hlúa að bakinu og líkamanum sem heild. Áhersla á að nálgast líkamann af víðsýni, vitund og kærleika.

Yoga og núvitund; þrið og fimmt kl. 12.00 rólegt yogaflæði með gongslökun í lokin. Kennd er grunntæknin í núvitund sem leið til að dýpka iðkun og efla jákvæð samskipti. Frætt um 4 stoðir núvitundar og lögð áhersla á núvitund í hreyfingu.

Yoga nidra tónheilun; mið kl. 12.00 leidd djúpslökun með kristalskálum sem hefur djúpstæð áhrif til heilunar.  Þátttakendur liggja undir teppi í leiddri djúpslökun sem losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi.

Dansflæði; föst kl. 12.00 orkurík tónlist, dans og slökun í lokin. Dansinn er eitt elsta hugleiðsluform jarðar og á föstudögum leikum við okkur að því að dansa og gefa gleði og góðan ryþma inní lífið.

Sjá stundaskrá 

SKRÁÐU ÞIG HÉR

Um kennarana

mynd.asta.200x.jpg
Ásta Arnardóttir smelltu hér
Ása-3-e1539102144290-300x300.jpg
Ása Lúðvíksdóttir smelltu hér
mynd.áróra.ny.jpg
Áróra Helgadóttir smelltu hér
Skráning smelltu hér

0b7bf35c-8849-4210-af12-54909dcb7efd.jpg

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This