Styrkur & slökun hefst 10. jan

Styrkur & slökun hefst 10. jan

Á þessu 4 vikna námskeiði er leidd 30 mínútna útgáfu af Baron Babtiste Journey into Power seriunni og 30 mínútna yoga nidra djúpslökun. Frábær leið til að stíga inní styrkinn þinn og uppgötva möguleika yogaiðkunar að efla miðjustyrk, skapa jafnvægi og huggarró. Margir finna losun streitu og spennu í hreyfingu sem hjálpar til að fara dýpra í yoga nidra djúpslökun. Yoga nidra er leidd djúpslökun sem losar um streitu og skapar vellíðan á markvissan og aðgengilegan hátt.
STYRKUR & SLÖKUNN
4 VIKNA NÁMSKEIÐ
með Hrafnhildi Sævarsdóttur
KENNT þrið og fimmt kl 17.00 (60 mín)
TILBOÐ 15.000 – innifalið opið kort í Yogavin
NÚVITUND
Í fyrstu vikunni er áherslan á núvitund það að vera til staðar hér og nú, að vekja líkamsvitund og efla meðvitund um huga og líkama með meðvitaðri öndun.
LÍFSORKA OG JAFNAÐARGEÐ.
Í viku tvö er áherslan á að auka lífsorkuna og jafnaðargeð.
JARÐTENGING OG STYRKUR
Í viku þrjú leggjum við aukna áherslu á jarðtenginu og að virkja styrkinn sem við búum yfir.
STÖÐGULEIKI OG TILFINNINGAR
Í viku fjögur er áherslan á stöðguleika huga og líkama og að opna tilfinningageymslu líkamans með áherslu á mjaðmaopnanir.
Námskeið fyrir alla sem vilja stíga inní styrk og slökun.
Skráning www.yogavin.is

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This