Yin yoga – kyrrð og ró hefst 10. okt

Yin yoga – kyrrð og ró hefst 10. okt

Langar þig að hlúa að þér á mildan og markvissan hátt ? Í yin yoga eru liggjandi og sitjandi stöður sem gefa djúpa slökun og hvíld. Á námskeiðinu er farið í nærandi yin yoga stöður og öndunaræfingar sem skapa jafnvægi og jarðtengingu. Yin yoga iðkun vinnur að losun djúpvöðva, liðbanda og bandvefs. Lögð er áhersla á að róa taugakerfið og losa um spennu með yin yoga, öndunaræfingum, leiddri djúpslökun og hugleiðslu inn á dýpri svið orkulíkamans.

 

YIN YOGA – KYRRÐ OG RÓ

4 VIKUR HEFST 3. OKT.

KENNT mán og mið kl. 16.20 (60 mín)

KENNARI Sólrún W. Kamban

VERÐ 15.000 – innifalið opið kort í Yogavin

 

 

Margar rannsóknir hafa leitt í ljós að hæg hreyfing og djúpslökun er jafn mikilvæg fyrir líkama og sál og áköf líkamleg hreyfing. Að hægja á huga og líkama róar taugakerfið, minnkar streitu, vinnur gegn kvíða og þunglyndi ásamt því að vera verndandi gegn kulnun. Rólegt taugakerfi bætir almenna líðan og svefn og getur dregið úr heilbrigðisvanda eins og stoðkerfisverkjum, háum blóðþrýstingi og höfuðverk. Margar rannsóknarniðurstöður sýna að það að draga úr streitu hefur verndandi áhrif á líðan einstaklinga með langvinna sjúkdóma, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, bólgusjúkdóma og langvinna verki.

 

Njóttu þess að skapa jákvæðar breytingar á mildan og markvissan hátt.

 

Sólrún W. Kamban er yogakennari og hjúkrunarfræðingur. Hún hefur stundað yoga í mörg ár og nýtur þess að hlúa að líkama og sál með yogaiðkun og heilbrigðum lífsstíl. Hún lauk yogakennaraprófi frá Yogavin 2020.

 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This