Heilnæmt hádegisyoga hefst 5. okt. TILBOÐ

Heilnæmt hádegisyoga hefst 5. okt. TILBOÐ

 Mjúkt og nærandi yogaflæði sem dregur úr streitu og skapar vellíðan. Vísindalegar rannsóknir sýna að streita er oft orsakavaldur líkamlegra kvilla og ójafnvægis. Á þessu námskeiði lærir þú aðferðir yogaiðkunar til að losa markvisst um streitu og skapa jafnvægi í öllum grunnkerfum líkamans. Meðvituð djúp öndun róar taugakerfið, eflir líkamsvitund og gefur huganum hvíld og ró. Þetta djúpnærandi námskeið er fyrir alla sem vilja hlúa að bættri líðan á meðvitaðan hátt. Minni streita og aukin vellíðan styrkir ónæmiskerfi líkamans, róar taugakerfið og skapar rými fyrir jákvæð samskipti í daglegu lífi.
HEILNÆMT HÁDEGISYOGA
4 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFST 5. OKT.
KENNT þrið og fimmt kl. 12.00 (50 mín)
KENNARI Sólrún W. Kamban
TILBOÐ 13.500 – innifalið opið kort í Yogavin
Þú lærir markvissa leið til að losa um streitu og skapa vellíðan
Meðvituð hreyfing (asana og vinyasa)
Öndunaræfingar(pranayama)
Einbeiting og hugleiðsla
Slökun
Sólrún W. Kamban er yogakennari og hjúkrunarfræðingur. Hún hefur stundað yoga í mörg ár og nýtur þess að hlúa að líkama og sál með yogaiðkun og heilbrigðum lífsstíl. Hún lauk yogakennaraprófi frá Yogavin 2020.

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This