270 tíma yogakennaranám hefst 6. ágúst / FULLT

270 tíma yogakennaranám hefst 6. ágúst / FULLT

Námið hefst á 10 daga dvöl í Skálholtsbúðum þar sem gefst frábært tækifæri til að dýpka iðkun og þekkingu. Dagleg iðkun yoga og hugleiðslu, fræðsla og kyrrðarstundir, möntrur og dans, yoga úti í náttúrunni, gómsætt grænmetisfæði og gefandi samvera skapar góðan grunn sem að nemendur byggja á í framvindu námsins. Helgarnámskeið fara fram í Yogavin 6 helgar.
Langar þig að dýpka yogaiðkunina? Langar þig að kenna yoga? Langar þig að uppgötva nýja möguleika í stefnumótinu við það sem er? Langar þig í kærleiksríkan og ævintýralegan leiðangur sjálfsþekkingar ?

Yogakennaranámið er markvisst og gefandi og nýtist bæði þeim sem stefna á yogakennslu og þeim sem vilja dýpka yogaástundun og þekkingu. Námið byggir á fræðslu og iðkun, samsköpun, einstaklingsvinnu og heimaverkefnum. Lögð er áhersla á að kenna klassíska uppbyggingu asana, pranayama og vinyasa ásamt því að stúdera skapandi og náttúrulega hreyfingu og þróun yogaiðkunar í samtímanum. Nemendur fá djúpa innsýn í yogavísindin og hvernig þau nýtast til að skapa jafnvægi og heilbrigði í daglegu lífi. Nemendur fá þjálfun í að tileinka sér kennsluefnið, lifa það og rannsaka, kenna og miðla af þekkingu sinni á faglegan og skapandi hátt.

Yogakennaranámið er fyrir alla sem vilja dýpka yogaiðkun sína og hækka orkutíðnina sem gefur hugrekki og hjartnæmi til að umbreytinga í samhljóm við dýpri langanir og þrár.

Námið er viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands og gefur alþjóðleg réttindi.

Kennarar:
Ásta Arnardóttir yogakennari
Matthildur Þorláksdóttir / anatomia innri líffæra
Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir yogakennarai og sjúkraþjálfari / anatomia stoðkerfisins

Hvað segja nemendur um námið?

Sjá námskrá og nánari upplýsingar

SKRÁNING
yoga@yogavin.is
sími 862 6098

 

 

 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This