Yin yoga og tónheilun hefst 1. júní TILBOÐ

Yin yoga og tónheilun hefst 1. júní TILBOÐ

Langar þig að hlúa að þér á mildan og markvissan hátt ? Á þessu 4 vikna námskeiði fléttar Ásta saman yin yoga, metta hugleiðslu og tónheilun sem gefur djúpa slökun og endurnýjun fyrir líkama og sál.
 
Yin yoga er áhrifarík iðkun sem nýtur sífellt meiri vinsælda meðal yogaiðkenda. Í yin yoga eru yogastöður sem eru nálægt jörðinni, sitjandi og liggjandi, og slakað á í hverri stöðu í allt að 5 mínútur með það að markmiði að efla orkuflæði og næra djúpvefi líkamans.
 
Metta hugleiðsla er leidd hugleiðsla sem vökvar frá góðvildar og kærleika á skapandi hátt. Lögð er áhersla á sjálfsmildi og kærleiksrkíka nærveru.
 
Tónheilun með kristalskálum er frábær leið til að fínstilla orkusvið líkamans. Ásta spilar á kristalskálar sem hækka orkutíðni, skapa jafnvægi og gefa djúpa ró.
 
 
YIN YOGA TÓNHEILUN 4 VIKUR HEFST 1. JÚNÍ
KENNT þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.30 (60 mín)
TILBOР13.500 – innifalið opið kort í Yogavin sjá stundaskrá
NB! þetta námskeið er innifalið í sumarkorti 3 mán á 24.500 
 
SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This