Við opnum 13. janúar

Við opnum 13. janúar

Elsku yogar gleðilegt nýtt ár. Við hlökkum til að hitta ykkur og yoga SAMAN á ný. Yogavin opnar með hátíðarbrag miðvikudagin 13. janúar kl. 12.00 Nidra tónheilun og möntrur með Ástu.

 

MILDI :: MEÐVITUND :: MÁTTUR :: MAGÍA :: eru leiðarljósin í Yogavin með hækkandi sól og samveru. Allir hjartanlega velkomnir í fjölbreytta yogatíma og magíska samveru Yogaflæði, kraftyoga, yin yoga, nada yogaflæði, yoga nidra djúpslökun, tónheilun, yoga 60+, yoga og núvitund. Sjá stundaskrá.

.

Þeir sem voru með kort á haustönn geta nýtt sér þau núna á vorönn. Námskeið hefjast aftur 18. janúar og við sendum ykkur sem voruð skráð á námskeiðin hjá okkur póst með nánari upplýsingum.

 

SÓTTVARNARREGLUR í YOGAVIN 
  • “Þvottasana” handþvottur við komu
  • 2M í salnum hámarksfjöldi 16 manns
  • Búningsklefar lokaðir allir mæta í yogagallanum, hægt að hengja yfirhafnir í búningsklefa
  • Mæta með sína yogadínu, yogakubb, osfrv.
  • Yoga nidra mæta með 2 teppi og handklæði
  • “með grímu að dínu”

 

 

 

 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This