Tilkynning vegna samkomubanns

Tilkynning vegna samkomubanns

Elsku yogar

Við þökkum sameinað átak í Yogavin að virða tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarna um handþvott og meðvitund í samskiptum til að minnka útbreisðlu kórónaveirunnar.

Ef þér finnst öruggara að iðka heima vegna útbreiðslu covid19 þá er velkomið að nýta sér kortið síðar. 

Það skiptir okkur miklu máli að skapa öruggt rými til iðkunar og í ljósi faraldursins höfum við sett okkur nýjar leikreglur í Yogavin.

LEIKREGLUR Í YOGAVIN

1. Yoga hefst á ÞVOTTASANA þ.e. handþvotti með sápu í 20 sekúndur og iðkuninni lýkur á sama hátt. Mælum með að fara með möntru eða raula lagstúf og hreinsa þannig hugann í leiðinni 🙂

2. Við takmörkum fjölda í salnum þannig að tveggja metra radius er á milli dínanna.

3. YOGA NIDRA fellur niður þar til samkomubanni lýkur. Til að styðja við iðkunina heima fyrir munum við á næstu dögum og vikum setja inn yoga nidra, hugleiðslu og öndunaræfingar á heimasíðuna okkar. Smellið hér og njótið.

4. Við erum að minnka alla snertifleti í Yogavin og bjóðum ekki uppá te og vatn næstu vikur. Ef þið viljið vökva ykkur þá er best að taka með sér sinn vatnsbrúsa.

5. Við hvetjum alla til að koma með sínar eigin dínur eða yogahandklæði til að setja yfir dínurnar. Við erum með sótthreinsibrúsa með vatni og spritti til að spreyja yfir dínur í lok tímans.

6. Við sleppum snertingu næstu vikur, njótum þess að heilsa með namaste og nota öll fallegu orðin 🙂

7. Við höfum stóraukið þrif í Yogavin og fylgjumst mjög vel með þróun mála.

8. Við hvetjum alla til að kynna sér upplýsingar um kórónaveiruna á vef almannavarna og landlæknis www.covid.is

9. Elskum hvort annað, hlúum að, sköpum traust.

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This