Yoga og vellíðan hefst 14. jan.

Yoga og vellíðan hefst 14. jan.

Yoga stuðlar að vellíðan á fjölbreyttan hátt. Líkamlega, tilfinningalega og andlega. Á þessu námskeiði verða kennd nokkur skref til aukinnar vellíðanar með sjálfsvinsemd að leiðarljósi. Hrafnhildur kynnir til leiks hvernig yogafræðin og jákvæð sálfræði eiga það sameiginlegt að vökva fræ vinsemdar og auka þannig vellíðan í daglegu lífi. Þátttakendur læra praktísk skref sem stuðla að vellíðan í daglegu lífi og að setja sér markmið. Í hverjum tíma er fræðsla, stutt hugleiðsla og slökun í lokin. Í tímunum verður ýmist nærandi yogaflæði, yin yoga eða yoga Nidra. Yogaflæði er hreyfing í takt við andardráttinn. Yin yoga er rólegt yoga og eru yogastöðurnar nálægt jörðinni, sitjandi eða liggjandi og stöðum haldið út frá slökun í allt að 5 mínútur með það að markmiði að efla orkuflæði og næra djúpvefi líkamans. Yoga Nidra er leidd djúpslökun sem hefur djúpstæð áhrif til heilunar, losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi.

YOGA OG VELLÍÐAN
4 vikna námskeið hefst 14. janúar
KENNT þrið og fimmt 18.30 (75 mín)
KENNARI Hrafnhildur Sævarsdóttir
VERÐ 22.500 – innifalið opið kort í Yogavin

Hrafnhildur er yogakennari, yoga nidra kennari, yin yoga kennari, íþróttakennari, hefur lokið kennaraþjálfun í hugleiðslu og núvitund frá School of positive transformation og lauk diplómanámi í jákvæðri sálfræði í maí 2018. Hún hefur stundað yoga frá 1999 og tekið þátt í mörgum yogasmiðjum og hugræktarnámskeiðum. Hún lauk 240 tíma yogakennaranámi í Yogavin árið 2016 og byrjaði sama ár að kenna þar. Lauk 200 tíma yogakennaranámi með áherlsu á Journey into power seríu Baron Babtiste í byrjun janúar 2019. Til að dýpka iðkunina og sækja sér innblástur frá frábærum yogakennurum hefur hún farið á vinnustofur hjá Bjarneyju Hinriksdóttur, Dice Lida Klein, Kino McGregor, Les Leventhal, Lukas Rockwood, Maríu Dalberg, Julie Martin, Kristal Say, Ryan Leier og Tim Feldman.

SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This