Morgunyogaáskorun TILBOÐ 2 FYRIR 1

Morgunyogaáskorun TILBOÐ 2 FYRIR 1

Langar þig að byrja daginn á djúpnærandi yogaflæði og stilla þig inná kærleiksríkan og gefandi dag? Ingunn leggur áherslu á meðvitaða og skapandi iðkun, djúpa öndun og heildræna styrkingu líkamans. Það er áhrifaríkt að iðka yoga á morgnana og gefur tóninn fyrir hugarró, jafnvægi og sköpunarkraft.
MORGUNYOGA ÁSKORUN 6 VIKUR hefst 4. nóv
TILBOÐ 2 FYRIR 1 
9.000 á mann ef 2 skrá sig saman (fullt verð 18.000)
gildir á mán og mið kl. 6.30 (60 mín)
DÚNDUR tilboð  og þú GLAÐvaknar eldHRESS.
Kennari: Ingunn Fjóla Brynjólfsdóttir
Ingunn lauk 270 klukkustunda yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin á vordögum 2019. Hún hefur frá útskrift leitt tíma í Yogavin. Hún stundar nám í yoga- og núvitundarkennslu fyrir börn hjá Little Flower Yoga.

Ingunn leggur áherslu á skapandi og nærandi iðkun jafnt og að skapa öruggt rými til innri hlustunar, þannig að hver og einn geti fundið næði til iðkunar á sínum forsendum. Ingunn er mannfræðimenntuð og starfar sem stjórnandi á frístundaheimili.

SKRÁNING smelltu hér

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This