TRE® – Tension & Trauma Release Exercise hefst 19. sept

TRE® – Tension & Trauma Release Exercise hefst 19. sept

TRE® er leið til að losa um spennu, streitu og áföll sem liggja djúpt í vöðvum og vefjum líkamans. Með því að virkja náttúrleg viðbrögð líkamans, í öruggu og stýrðu umhverfi, er verið að hvetja líkamann til að ná aftur fyrra jafnvægi. Hver sem er getur lært að nota TRE. Æfingarnar eru einfaldar og hægt að aðlaga þær að líkama og hreyfigetu hvers og eins. TRE er sennilega ólíkt öllu sem þú hefur upplifað áður.

Helstu áhrifin eru: Minnkar áhyggjur og kvíða. Dregur úr einkennum áfallastreituröskunar. Eykur orku, þrek og bætir svefn.

 

TRE® – Tension & Trauma Release Exercise
3 vikna námskeið hefst 19. september
Kennt fimmtudaga kl. 16.15 (60 mín)
Kennari Svava Brooks
Verð 15.000
Skráning svava@svavabrooks.com
NB! hægt er að mæta í stakan tíma eða á allt námskeiðið

UMMÆLI:

“Ég mæli heilshugar með þessu frábæra námskeið þar sem taugakerfinu er gefið tækifæri að losa um streitu, spennu og trauma á aðgengilegan og öruggan hátt. Ég kynntist TRE fyrst fyrir meira en 10 árum en fór í fyrsta sinn á námskeið vorið 2018. Þetta eru einfaldar æfingar sem gefa líkamanum tækifæri að skjálfa, en skjálfti er áhrifarík og náttúruleg leið taugakerfisins að losa um streitu, álag og trauma. Námskeiðið dýpkaði skilning minn á taugakerfinu og möguleikunum að “endurræsa taugakerfið”. Í yoga fer líkaminn stundum inní skjálfta og losar þannig náttúrulega um streitu. Að þekkja vel þessi viðbrögð líkamans og gefa honum öruggt rými til að skjálfa er mjög gagnlegt og áhrifaríkt. TRE aðferðin er mild og meðvituð og ég mæli heilshugar með henni fyrir alla. Svava Brooks leiðir faglega, með djúpri hlustun og skapar öruggt og meðvitað umhverfi til að losa um gömul mynstur ótta og óöryggis”. Ásta Arnardóttir yogakennari. 
Skráning og nánari upplýsingar hjá Svövu Brooks svava@svavabrooks.com
https://www.svavabrooks.com/tre

 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This