Unglingayoga hefst 24. jan.

Unglingayoga hefst 24. jan.

Frábær hópur unglinga stundaði yoga hjá okkur síðastliðinn vetur. Jóhanna og Signý leiða skapandi yogatíma fyrir unglinga. Kenndar yogastöður, öndunaræfingar, einbeiting, slökun og samsköpun í leik og gleði. Þetta eru skemmtileg námskeið sem efla meðvitund, sjálfstraust og skapandi samskipti.

10 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFST 17. JANÚAR
KENNT
fimmtudaga kl. 16.00 (50 mín)
KENNARAR Jóhanna Pálsdóttir og Signý Ingadóttir
VERÐ 17.000 / frístundakortið gildir / 10% systkinaafsláttur
Jóhanna Pálsdóttir er kennari og yogakennari. Hún kennir unglingum í Salaskóla og hefur bakgrunn í leiklist og leiklistarkennslu hjá Leikfélagi Kópavogs. Hún lauk yogakennaranámi í Yogavin 2017 og krakkayogakennaranámi “Yoga and mindfulness for kids” hjá Little Flower Yoga í Yogavin 2017.
Signý Ingadóttir er kennari og yogakennari og kennir 4. og 5. bekk í Ingunnarskóla. Hún lauk yogakennarnámi í Yogavin 2017 og krakkayogakennaranámi í “Yoga and mindfulness for kids” hjá Little Flower Yoga í Yogavin 2017. Þær kenna báðar alla tíma og leggja áherslu á skapandi yoganámskeið sem eflir sjálfstraust, jákvæð samskipti og leikgleði í augnablikinu hér og nú.

SKRÁNING HÉR

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This