Yoga og vellíðun hefst 12. feb TILBOÐ

Yoga og vellíðun hefst 12. feb TILBOÐ

Hvað er betra á kvöldin í febrúar en að stunda yoga í góðra vina hópi ? Þetta skemmtilega námskeið hefst 12. febrúar

YOGA OG VELLÍÐUN 4 VIKNA NÁMSKEIÐ
KENNT mán og mið kl. 19.00 (90 mín)
KENNARI Hrafnhildur Sævarsdóttir
VERÐ TILBOÐ 13.000 – innifalið opið kort í Yogavin sjá stundaskrá
SKRÁNING er hér

Yoga stuðlar að vellíðan á fjölbreyttan hátt. Líkamlega, tilfinningalega og andlega. Á þessu námskeiði verða kennd fjögur skref til aukinnar vellíðunar með sjálfsvinsemd að leiðarljósi. Hrafnhildur kynnir til leiks hvernig yogafræðin og jákvæð sálfræði eiga það sameiginlegt að vökva fræ vinsemdar og auka þannig vellíðun í daglegu lífi. Þátttakendur læra fjögur praktísk skref sem að stuðla að vellíðun í daglegu lífi. Í hverjum tíma er fræðsla, stutt hugleiðsla, nærandi yogaflæði og slökun í lokin. Dásamlegt að mæta á dýnuna eftir kvöldmat og endurnæra sig fyrir svefninn.

SJÁLFSVINSEMD
4 SKREF

  • ÞAKKLÆTI
  • HUGARFAR
  • HAMINGJA
  • STYRKLEIKAR


Hrafnhildur er yogakennari, íþróttakennari og stundar nám í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun við Háskóla Íslands. Hún hefur stundað yoga frá 1999 og tekið þátt í mörgum yogasmiðjum og hugræktarnámskeiðum. Hún lauk 240 tíma yogakennaranámi í Yogavin árið 2016 og byrjaði sama ár að kenna í Yogavin. Meðal námskeiða sem hún hefur sótt er yoga með Lukas Rockwood stofnanda Absaloute Yoga Academy, kennaraþjálfun með áherslu á byrjendur hjá Julie Martin Brahmaniyoga, Vinysasa yogaflæði fyrir ungt fólk með Ryan Leier hjá Oneyoga og MBSR námskeiði í núvitund hjá Ásdísi Olsen 2016.

SKRÁÐU ÞIG HÉR

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This