Vinyasa skref fyrir skref hefst 5. sept

Vinyasa skref fyrir skref hefst 5. sept

Langar þig að iðka kröftugt og meðvitað vinyasa og byggja upp styrk og meðvitund skref fyrir skref? Hrafnhildur býður uppá markvissan vinyasa leiðangur framað jólum. Við byrjum tiltölulega rólega 5. september en þá verður áherslan á hreyfanleika líkamans og andardrátt. Í október verður áherslan á flæðandi vinyasa þar sem andardráttur leiðir hreyfinguna. Tímarnir verða poppaðir upp í nóvember með kröftugum tímum og örlítið lengri slökun og í desember verður kröftugt vinyasaflæði.  Taktu þátt í ferðalaginu frá byrjun og sjáðu hvert það mun leiða þig.  Mesta áskorunin verður að hlusta á eigin líkama.  Komdu, prófaðu og njóttu. Fríir prufutímar 4. – 8. september.

Kennt þrið og fimt kl. 18.30 (75 mín)

Kennari Hrafnhildur Sævarsdóttir

Innifalið í opnu korti 38.000 gildir í alla tíma skv. stundskrá 

Skráðu þig hér

 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This