Yin yoga og núvitund hefst 11. sept TILBOÐ

Yin yoga og núvitund hefst 11. sept TILBOÐ

Yin yoga er áhrifarík iðkun sem nýtur sífellt meiri vinsælda meðal yogaiðkenda. Í yin yoga eru iðkaðar yogastöður sem eru nálægt jörðinni, sitjandi og liggjandi, og stöðum er haldið í slökun í allt að 5 mínútur. Kennd er grunntæknin í núvitund sem leið til að dýpka iðkunina og lögð áhersla á meðvitaða öndun og djúpa slökun. Yin yoga gefur líkamanum þrýstinudd sem styrkir djúpvefi, liðamót og bein og skapar jafnvægi í orkubúskap líkamans. Yogasöðurnar eru í rauninni stuttar 5 mínútna hugleiðslur sem losa um streitu og spennu og gefa djúpa og nærandi hvíld.

8 vikna námskeið hefst 11. september
Mánudaga og miðvikudaga kl. 16.20 (60 mín)
TILBOÐ 19.500 – innifalið yoga nidra á föstudögum
NB! Yin yoga námskeiðið er innifalið í opnu korti á haustönn
Opið kort haustönn verð 38.000 gildir í alla tíma skv. stundaskrá 
Nánari upplýsingar
yoga@yogavin.is
Verið hjartanlega velkomin

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This