Hádegisyoga fyrir bakið hefst 15. mars

Hádegisyoga fyrir bakið hefst 15. mars

Á námskeiðinu vindum við ofan af spennu, bæði líkamlega og andlega. Með mildu og aðgengilegu yogaflæði aukum við hreyfanleika, frelsi og styrk í mjöðmum, mjóbaki, efra baki, öxlum og hálsi.
Áróra hefur frá unglingsaldri glímt við verki í baki og hefur í gegnum tíðina öðlast aukinn skilning á hvað getur valdið bakverkjum og hvernig gott er að beita sér í daglegu lífi og yoga iðkun. Hún vill deila þekkingunni og leggur áherslu á að hver og einn fái rými til að hlúa sem best að sínum líkama, auka líkamsvitund og öðlast þannig meiri möguleika á að hafa jákvæð áhrif á eigin heilsu og hamingju. Yogaflæði, núvitund, öndunaræfingar og slökun. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og vönum yogum.

HÁDEGISYOGA FYRIR BAKIР
8 vikur, 15. mars – 5. maí
Miðvikudaga & föstudaga kl. 12:00 (60 mín)
Kennari: Áróra Helgadóttir
Verð: 22.000 kr. innifalið opið kort í Yogavin sjá stundaskrá

Skráning og nánari upplýsingar

yoga@yogavin.is

sími 8626098

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This