Brilljant breytingaskeið hefst 7. nóv

Brilljant breytingaskeið hefst 7. nóv

Yoga – slökun – fræðsla – núvitund.

Skemmtilegt námskeið sem opnar fyrir djúpstæð tækifæri sem felast í þessu eintaka tímabili í lífi kvenna. Fjallað er um heilsu, hormóna og sköpunargleði og kenndar markvissar aðferðir yoga og hugleiðslu sem skapa jafnvægi og efla meðvitund.

Breytingaskeiðið er sá tími þegar líkaminn fer í gegnum náttúrulegt ferli sem markar tíðahvörf eða lok frjósemi kvenna hvað barneignir varðar, en opnar um leið fyrir frjósemi á öðrum sviðum lífsins.
Konum er gjarnan talin trú um að þær séu komnar af besta skeiði um fimmtugt en í raun eru þær að stíga inn í sitt besta skeið. Breytingaskeiðinu fylgja ýmis líkamleg einkenni sem mörgum finnst óþægileg en jafnframt fylgir því gríðarleg endurnýjunarorka sem gefur konum tækifæri til að blómstra sem aldrei fyrr.

Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af yogaiðkun til að taka þátt í brilljant breytingaskeiði.

 

Brilljant breytingaskeið hefst 7. nóv.
yoga – slökun – fræðsla – núvitund
4 vikur + 2 vikur opið kort
Kennt á mán og fimmt kl. 19.00 (90 mín)
Kennari er Þóra Ingólfsdóttir
Verð 19.500 innifalið opið kort í Yogavin
Skráning yoga@yogavin.is

yoga@yogavin.is
sími 862 6098
www.yogavin.is

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This