Yin yoga hefst 12. sept. TILBOÐ

Yin yoga hefst 12. sept. TILBOÐ

Yin yoga er áhrifarík iðkun sem nýtur sífellt meiri vinsælda meðal yogaiðkenda.Yin yoga styrkir djúpvefi, liðamót og bein og skapar jafnvægi í orkubúskap líkamans. Á þessu námskeiði eru kenndar seríur sem styrkja orkubrautir sem notaðar eru í nálastungum þ.e.nýrna- og blöðrubraut, lifra- og gallblöðrubraut, hjarta-, lungna- og smáþarmabraut og  milta- og magabraut. Í yin yoga eru iðkaðar yogastöður sem eru nálægt jörðinni, sitjandi og liggjandi, og stöðum er haldið í slökun í allt að 5 mínútur.  Lögð er áhersla á meðvitaða öndun og djúpa slökun. Kennd er grunntæknin í núvitund sem leið til að dýpka iðkunina.

8 vikna námskeið hefst 12. september
Mánudaga og miðvikudaga kl. 16.20 (60 mín)
TILBOÐ 19.500 (fullt verð 25.000) innifalið opið kort í yoga
Skráning og nánari upplýsingar
yoga@yogavin.is
Verið hjartanlega velkomin
yin-yoga

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This