Fegurðin við Langasjó 24. – 27. júlí Gönguferð og yoga FULLT

Fegurðin við Langasjó 24. – 27. júlí Gönguferð og yoga FULLT

Gengið um fagurlendi öræfanna, sigling kringum eyjuna Ást í Fagrafirði, yoga í faðmi fjalla, trúss með fullu fæði og kokkur með í för. Leiðsögn og yoga Ásta Arnardóttir.

Í þessum ástsæla leiðangri gefst frábært tækifæri að ganga um eitt fegursta svæði miðhálendisins. Gengið frá Breiðbak að Langasjó og tjaldað til tveggja nátta. Gengið í gróðursælu og formfögru landslagi Fögrufjalla um blómgaðar brekkur að Útfalli. Á þriðja degi er sigling á vatninu kringum eyjuna Ást í Fagrafirði og gengið meðfram vötnum og fjallshlíðum að náttstað við norðanverðan Sveinstind. Hátíðarkvöldverður og gengið á Sveinstind daginn eftir. Í þessari ferð er víðsýni mikið yfir tignarleg öræfin. Yoga kvölds og morgna, kyrrðargöngur og söngur. Trússferð með fullu fæði og kokkur með í för.

“Í sumar var ég svo lánsamur að fara með Augnabliksferðum að skoða fegurðina við Langasjó. Þótt náttúran sé auðvitað aðalatriði í svona ferð vegur fararstjórnin ekki síður þungt. Yoga kvölds og morgna og andlegt nesti fyrir göngurnar gera ferðina að svo miklu meira en bara hálendisleiðangri. Upplifun á stórkostlegu landi verður enn sterkari. Að mínu mati er þetta ferðamennska á heimsmælikvarða. ” Christopher Lund 2009

Sjá nánari upplýsingar

 

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This