Hugleiðsluhelgi 22. – 25. maí

Hugleiðsluhelgi 22. – 25. maí

Kyrrðarvaka í Skálholtsbúðum. Yoga, hugleiðsla (mindfulness), yoga nidra (djúpslökun), kyrrðargöngur úti í náttúrunni, möntrur, heilsufæði, heitur pottur, fræðsla, hvíld. Kyrrðarvakan er haldin í þögn og er frábært tækifæri til að næra andann og stunda yoga og hugleiðslu í kyrrlátu og fallegu umhverfi. Þátttakendur njóta kyrrðar og leiðsagnar sem dýpkar iðkun og eflir meðvitund um augnablikið hér og nú.

Kennsla: Ásta Arnardóttir yogakennari
Matseld: Halldóra Emilsdóttir myndlistarkona og kokkur

Kyrrðarvakan er haldin í Skálholtsbúðum, tveggja manna herbergi, heitur pottur. Kyrrðarvakan hefst kl. 18.00 á fimmtudegi og lýkur kl. 13.00 á sunnudegi. Aðeins greitt fyrir fæði og húsnæði en kennslan er samkvæmt buddísku hefðinni gefin (dana) og tekið á móti frjálsum framlögum.

Verð / fæði og gisting: 30.000
Kennsla: Dana /  frjáls framlög

Skráning og nánari upplýsingar

www.dharma.is

___

“Generosity brings happiness at every stage of its expression.
We experience joy in forming the intention to be generous.
We experience joy in the actual act of giving something.
And we experience joy in remembering the fact that we have given.”
-The Buddha

Það er sönn ánægja að geta boðið til kyrrlátrar og nærandi iðkunar þannig að sem flestir geti notið þess.

Sjá nánar www.dharma.is

Sorry, comments are closed for this post.

Yogavin // Grensásvegi 16, 108 Reykjavík // yoga@yogavin.is // sími 8626098

Share This